Sérskornar verndarfilmur á fram/bakhlið farsíma, spjaldtölva, fartölva, úra og aksturstölva í bílum
Frábær spurning! Cut & Use er bráðsnjallt tæki sem gerir okkur kleyft að bjóða uppá verndarfilmur á langflestar gerðir snjalltæka. Cut & Use sker út verndarfilmur eftir stærð og nær þannig að passa alltaf fullkomlega á tækið sem á að vernda.
Verndar gegn rispum
Verndarfilmurnar eru mýkri en hefðbundnar skjávarnir og vernda skjái frá rispum, verndarfilmurnar geta jafnað sig á vægum rispum.
Verndar gegn brotum
Verndarfilmurnar minnka líkurnar á að skjárinn á snjalltækinu þínu brotni við óhöpp.
Passar alltaf fullkomlega
Cut & Use filmuskerinn sker út verndarfilmurnar með millimetra nákvæmni fyrir hvert snjalltæki.
Langvarandi vörn
Með vörn gegn rispum og óhöppum ásamt því að vera skorin nákvæmlega út fyrir hvert snjalltæki eykst endingartíminn á filmunum.
Verndaðu meira en bara símann þinn
Með Cut & Use er hægt að skera út verndarfilmur á nánast hvaða snjalltæki sem er, snjallsímar, úr, spjaldtölvur, fartölvur og jafnvel aksturstölvur í bílum. Nú þegar eru nákvæmar stærðir yfir 5.000 tækja skráð í gagnagrunn Cut & Use og fleiri bætast við daglega. Ef tækið er ekki skráð í gagnagrunn er hægt að skera út eftir mældri stærð og þannig er hægt að vernda hvaða tæki sem er.
Alhliða vernd
Auk þess að setja verndarfilmu á framhlið símans er hægt að setja verndarfilmu einnig á bakhliðina. Oftast er hægt að velja úr nokkrum mismunandi týpum fyrir hvert tæki og jafnvel vernda hliðarnar á tækinu.
Einfalt
Nákvæmar útlínur
Með þremur einföldum skrefum getur þú hannað og búið til þína eigin persónulegu bakhlið.
Með Cut & Use er hægt að útbúa sérstaka verndarfilmu á bakhlið snjalltækis. Þegar hönnunin er tilbúin færð þú QR kóða í tölvupósti sem við skönnum og prentum út. Útprentið er svo sett á verndarfilmu þannig að snjalltækið þitt verður verndað og persónulegt.
1.
Taktu mynd eða veldu tilbúna mynd úr albúmi.
2.
Aðlagaðu hönnunina að þínu snjalltæki
3.
Sérhönnuð verndarfilma er sett á þitt snjalltæki
Hvernig filmur er hægt að velja?
antiCrash Pro
Glær verndarfilma sem sést frá öllum öngum.
antiSpy
Næðis verndarfilma, séð frá hlið dekkist skjárinn svo að ekki sjáist hvað er á skjánum. Séð beint frá sést eðlilega á skjáinn.
Matt
Mött verndarfilma, minnkar fingraför og sjáanlegar rispur. Frábært í aksturstölvur bíla.
Kíktu við í Mi búðina eða heyrðu í okkur
Kíktu til okkar í Mi búðina með snjalltækið sem þú vilt vernda. Við skerum út verndarfilmu að þínu vali og smellum því á snjalltækið þitt. Ef þú kemst ekki í heimsókn til okkar er einnig hægt að fá sent heim verndarfilmu ásamt ásetningarbúnaði.
Vilt þú bjóða upp á Cut & Use í þinni verslun?
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.