Aqara H2 snjallinnstunga

Original price was: 7.990 kr..Current price is: 6.392 kr..

  • Zigbee 3.0 með Matter stuðningi
  • Hægt að fylgjast náið með orkunotkun í Aqara Home appinu
  • Hægt að snjallvæða við orkunotkun, t.d láta vita þegar þvottavélin fer af stað og þegar hún klárar
  • Margvíslegar öryggisvarnir, getur t.d slökkt við of mikla orkunotkun eða hita

Á lager

Vörunúmer: WP-P01D

Aqara H2 snjallinnstunga

H2 snjallinnstungan kemur í stað hefðbundnari dós og veitir möguleikann á snjallvæðingu tækja. Snjallinnstungan er rétthyrnd og 55mm og fylgir dósafesting. Það passar því einnig inní flestar dósafestingar eins og Schneider Merten og Atlas. Snjallinnstungan tengist með Zigbee 3.0 við Aqara stjórnstöðvar og er einnig með Matter stuðningi. 

Aqara Smart Wall Outlet H2 snjallinnstunga snjalldós
Aqara Smart Wall Outlet H2 snjallinnstunga snjalldós

Fylgist með orkunotkun

Í Aqara Home appinu er hægt að fylgjast með orkunotkun í rauntíma. Hægt er að snjallvæða í kringum orkunotkun og slökkva á rafmagnsgjafa í símanum, einstaklega hentugt ef maður gleymdi t.d að slökkva á lampanum.

Aukið öryggi

H2 snjallinnstungan getur slökkt á rafmagnsgjöf ef mikill hita eða óeðlileg orkunotkun verður viðvart. Þá er líka hægt að sjálfkrafa slökkva á rafmagnsgjöf ef inntak verður lítið í yfir 30 mínútur, t.d ef sími er orðinn fullhlaðinn yfir nótt slekkur innstungan á rafmagninu.

Aqara Smart Wall Outlet H2 snjallinnstunga snjalldós

Dæmi um snjallvæðingu

Aldrei gleyma þvottinum blautum í vélinni aftur! Innstungan greinir þegar þvottavélin fer af stað og sendir tilkynningu þegar þvottur klárast. Með Aqara LED borðanum er hægt að hafa mismunandi liti í gangi eftir því hvort vél sé í þrifum eða ekki. 

Hvernig á að stilla snjallsenuna:

IF: Snjallinnstunga greinir yfir 300W rafmagnsgjöf (þvottavél hefur þrif)
THEN: Delay (bíða í 2 tíma, eða lengd þvottakerfis) og breyta lit á LED borða í rauðann

Aqara Smart Wall Outlet H2 snjallinnstunga snjalldós

Ef þú hleður venjulega símann þinn yfir nótt er hægt að láta það eitt að stinga símanum í samband kveikja á “Góða Nótt” snjallsenu

Hvernig á að stilla snjallsenuna:

IF: Snjallinnstunga greinir yfir 10W rafmagnsgjöf (sími settur í samband)
THEN:  Hefja “Góða Nótt” snjallsenu (Slökkva ljós, draga fyrir gardínur)

Aqara Smart Wall Outlet H2 snjallinnstunga snjalldós

Uppsetning

Mælt er með aðstoð rafvirkja við uppsetningu ef ekki er mikil þekking til staðar.