Aqara Presence Sensor FP2 viðveruskynjari

Original price was: 14.990 kr..Current price is: 12.992 kr..

Viðveruskynjari frá Aqara sem er hægt að gera ótrulega snjalla hluti með

  • Stærð: 64 × 64 × 29.5 mm
  • IPX5 rakavarið
  • Greinir nærveru eða fjarveru fólks, föll, inn- og útgöngur, nálgun og fjarlægingu, lýsingu og rauntíma skynjun margra persóna og svæðisstillingar
  • Greinir allt að 5 persónur
  • Tengist beint með WiFi, þarf ekki stjórnstöð

Á lager

Vörunúmer: AS055GLW02

Presence Sensor FP2
Viðveruskynjari

Svæðisgreining

Með einum skynjara er hægt að vakta rými allt að 40fm² að stærð og skipta því niður í hólf. Hvert hólf getur haft sínar skipanir.

Greinir fjölda persóna

FP2 skynjarinn greinir allt að 5 manns samtímis, þannig hægt er að snjallvæða heimili með fjölda íbúa.

Hárnákvæmni

Radarskynjarar sem FP2 viðveruskynjarinn er eru ótrúlega nákvæmir og greina jafnvel minnstu hreyfingar og minnka falskar virkjanir.

Styður fjölda snjallumhverfa

Hægt er að nota viðveruskynjarann við HomeKit og Home Assistant, Alexa, Google og Alice.

Þægileg uppsetning

Hægt er að koma skynjaranum fyrir á vegg eða í lofti á stillanlegum segulfæti.

Innbyggður ljósnemi

FP2 skynjarinn er með innbyggðan ljósnema fyrir aukið aðgengi að sjálfvirkni útfrá lýsingu.

Staðbundin sjálfvirkni

Uppsettar senur fara ekki í gegnum skýjið og því halda þær áfram að virka þó að netið detti út á heimilinu.

Fallskynjari og tilkynningar

FP2 getur greint þegar einhver dettur og sendir tilkynningar í þeim tilvikum.

*Mesta nákvæmnin fæst við að greina ekki fleiri en 3 manneskjur í einu
**Fallskynjarinn virkar eingöngu þegar skynjaranum er komið fyrir í lofti

Greining út frá hólfum

Allt að
30 svæði
320 hólf

Svæðisgreining býður upp á umtalsverða kosti fram yfir hefðbundna PIR skynjara en hægt er að fylgjast með rými allt að 40fm² að stærð og skipta því niður í allt að 30 svæði. Það eru nánast endalausir valmöguleikar að snjallvæðingu með skynjaranum en til að einfalda uppsetningu er búið að bæta við tveimur skilyrðum; nærvera og fjarvera.

FP2 skynjarinn greinir allt að 5 manneskjur á hverjum tíma sem gerir skynjarann einstaklega hentugan fyrir rými þar sem margir eru. Til dæmis ef að 5 manns eru í rýminu væri sniðugt að lækka hitann á ofnastillinum, en ótal valmöguleikar eru í boði bæði hvað varðar öryggis- og snjallsenur.

Greinir allt að 5 manneskjur

*Mesta nákvæmnin fæst við að greina ekki fleiri en 3 manneskjur í einu
**Fallskynjarinn virkar eingöngu þegar skynjaranum er komið fyrir í lofti

Samhæfanlegt við fjölda forrita

Samhæfanlegt við fjölda snjallumhverfa og hægt að stýra með röddinni. Styður tengingu við Apple HomeKit, Alexa, Google Home, IFTTT og Alice. Matter stuðningur mun koma með uppfærslu

Aqara Home

Full virkni

Apple HomeKit

Svæðisgreining
Ljósastýring

Google Home

Svæðisgreining

Alexa

Svæðisgreining

IFTTT

Svæðisgreining
Ljósastýring

Alice

Ljósastýring

*Hægt er að bæta skynjaranum beint við Home Assistant með því að nota HomeKit Controller integration

Tilkynningar ef einhver dettur

Með því að koma skynjaranum fyrir í lofti er hægt að kveikja á fallskynjara stillingu. Í þeirri stillingu greinir FP2 ef einhver dettur og sendir samstundis tilkynningar í gegnum appið.

*Skynjarinn verður að vera loftfestur til að fallgreining virki
**Í fallgreiningarstillingu óvirkjast stillingar eins og svæðis- og nærverugreining
***FP2 skynjarinn er ekki lækningartæki og aðeins hægt að nota hann í tilkynningarskyni

IPX5 varið

Hægt er að koma viðveruskynjaranum í röku umhverfi eins og baðherbergi og jafnvel utandyra undir þaki. Ef skynjaranum er komið fyrir í röku umhverfi þarf að ganga úr skugga um að rafmagnsinntakið sé vatnsvarið.

Innbyggður ljósnemi

Innbyggður ljósnemi opnar fyrir enn meiri sjálfvirkni útfrá lýsingu á heimilinu.

Þæginleg uppsetning

Hægt er að koma FP2 skynjaranum fyrir annað hvort í lofti eða á vegg. Skynjarinn er á segulfæti sem er hægt að aðlaga eftir hentusemi.

Tilbúið í framtíðina

Í framtíðinni verður bætt við stýriskerfauppfærslum sem munu gera viðveruskynjaranum kleift að m.a greina svefn, telja manneskjur, greina líkamsstöðu (liggjandi, sitjandi, standandi, labbandi) og stuðningur við Matter.

Dæmi um mögulega uppsetningu á sjálfvirkni

Draga frá gluggatjöldunum þegar engin viðvera er í rúminu

Ef engin viðvera er á skilgreindu rúm-svæði
þá draga frá gluggatjöldum

Lýsing sem að eltir þig

Lýsingin getur elt þig í kringum heimilið, ljós sem eru nálægt þér kvikna við viðveru en ljós í öðrum rýmum slökkna þegar skynjarinn greinir fjarveru

Ef viðvera er greind í eldhúsi
þá kveikja á ljósum í eldhúsi