(B-vara) Xiaomi Outdoor Camera AW300 útimyndavél

Original price was: 12.990 kr..Current price is: 11.042 kr..

  • 2K upplausn, F2.0 ljósop
  • 101.7° víðlinsa
  • Tekur allt að 256GB minniskort, stækkanleg skýjageymsla fylgir
  • IR nætursjón, hreyfiskynjari, PIR human detection, hljóðnemi og hátalari
  • IP66 vottun
  • Ljóskastari kviknar við hreyfingu
  • Kemur í upprunalegum umbúðum 
  • Sömu ábyrgðarskilmálar gilda á B-vörum og venjulega

Aðeins 1 eftir á lager

Vörunúmer: ocaw300b-1

Xiaomi AW300 utandyra öryggismyndavél

Veðurvarin öryggismyndavél fyrir heimili, skrifstofur og bústaði

2K upplausn | Heldur lit í myrkri, infrarauð nætursjón | Ljóskastari kviknar við hreyfingu | Hægt að stilla Focus Zone | IP66 vottun | Tvíhliða samtöl

Öryggismyndavél sem vaktar allt svæðið í góðri upplausn

AW300 nær að vakta stórt svæði en linsan á vélinni sér 101.7°. Myndavélin getur sent tilkynningar í síma þegar hreyfing er á sjónsviði myndavélarinnar. Upplausnin er 2K og með F2.0 ljósopi tryggir vélin að öll smáatriði verði skarpari og truflun frá ljósi helst í lágmarki svo að upptakan verði skýrari. Þegar það er komið myrkur kviknar á ljóskastara á myndavélinni þegar vélin skynjar hreyfingu.

2K upplausn

1080P upplausn

Víðlinsa nær að vakta stórt svæði

Bílastæði

Framhlið húss

Verslun/veitingastaður

Garður

Full litaupptaka, skörp mynd í minnstu birtuskilyrðum

AW300 er með innbyggðan ljóskastara ásamt tveimur infrarauðum ljósum svo að myndavélin nær að taka skýrt upp í lit þrátt fyrir myrkur. Ljóskastararnir kvikna sjálfkrafa þegar myndavélin nemur hreyfingar í myrkri.

Full litaupptaka þegar mannaferðir eru skynjaðar

Svarthvít upptaka þegar engin hreyfing er

IP66 vottun, hægt að nota inni og úti

AW300 stenst íslenskar aðstæður vel með IP66 vottun. Í vélinni er einnig vatnsheldur míkrófónn og hátalari svo að hægt er að eiga tvíhliða samtöl í gegnum myndavélina. Það er hægt að nota hana inni jafnt sem úti.

Skoðaðu upptökur í rauntíma

Með því að tengja AW300 við önnur Google eða Alexa snjalltæki eins og Mi Smart Clock er hægt að sjá upptökur og rauntímastreymi á skjá vekjaraklukkunar. 

Með Xiaomi Home appinu er einnig hægt að skoða efni úr allt að 4 myndavélum* í einu í snjallsíma, spjaldtölvu eða með því að kasta í sjónvarp.
*Núna er bara hægt að skoða úr 4 myndavélum í einu á sjónvörpum, uppfærsla mun gera snjallsímum og spjaldtölvu kleift að skoða úr 4 í einu

Skynjar hreyfingu á tilgreindu svæði og sendir tilkynningar

Hægt er að setja upp svokallað Focus Zone eða tilgreint svæði sem að vélin vaktar sérstaklega. Þá er hægt að fá tilkynningar þegar hreyfing er numin á því svæði og minnka óþarfa tilkynningar ef að hreyfing er fyrir utan svæðið.

Hljóð og ljós fæla frá óæskilega gesti

Þegar skynjað er mannleg hreyfing á tilgreinda svæðinu fer sjálfkrafa í gang sírena og ljóskastarinn blikkar til að reyna að fæla frá óboðna gesti. Hægt er að stilla hljóðið sem kemur.

Tvíhliða samtöl í rauntíma

Með Xiaomi Home appinu er hægt að hefja tvíhliða samtal í rauntíma þökk sé innbyggðum míkrófón og hátalara í myndavélinni. Myndavélin nær að taka upp hljóð frá allt að 7 metrum og síar út óþarfa læti fyrir skýrari samtöl.

Staðbundin geymsla + skýjageymsla = meira öryggi

Hægt er að setja SD kort í myndavélina sem vistar upptökur þegar hreyfing er skynjuð. Myndavélin tekur allt að 256GB stórt SD kort. Eftir að myndavélin hefur verið tengd við Xiaomi Home appið vistast allt að 9 sekúndna myndbönd í allt að 3 mánuði í skýjageymslu. Ef þörf krefur er hægt að kaupa aðgang að stærri hýsingu með lengri upptökum í hvert sinn. 

microSD kort

Allt að 256GB

Skýjageymsla

Ótakmörkuð geymsla

Á vegg eða undir þakið, fjölbreyttir möguleikar í uppsetningu

Myndavélin er bæði auðveld og fjölbreytt í uppsetningu. Hægt er að koma henni fyrir á vegg eða undir þakskyggni og snúa henni á réttann stað. Vélinni þarf að koma þannig fyrir að innbyggði hátalarinn snúi niður.

Undir þakið

Á veggnum

Einföld uppsetning

Finndu réttann stað fyrir myndavélina

Komdu staðsetningarlímmiðanum fyrir og boraðu í vegginn samkvæmt mælingunum

Komdu töppunum fyrir í nýju skrúfgötunum

Komdu skrúfunum fyrir og hertu

Losaðu um breytiskrúfurnar til að koma vélinni á það sjónarhorn sem þú vilt og hertu svo aftur

Uppsetning í appinu í þremur skrefum

Náðu í Xiaomi Home appið og stofnaðu aðgang/skráðu þig inn

Tengdu myndavélina í rafmagn og bíddu eftir að það komi appelsínugult ljós hjá linsunni

Ýttu á plúsinn (+) í efra hægra horninu og leitaðu að vélinni, fylgdu leiðbeiningum í appinu og vélin verður tilbúin til notkunar