BeaverLAB smásjáin gerir okkur kleift að sjá umheiminn í minnstu smáatriðum, bæði til lærdóms og leiks. Smásjáin tengist við snjallsíma, spjaldtölvu, fartölvu eða sjónvarp með WiFi og þar er hægt að sjá hluti í allt að 400x stækkun, allt í rauntíma. Smásjánna er hægt að taka úr standinum og rafhlaða dugar í allt að 2 klukkustundir, eftir 30 mínútna hleðslu er hún svo tilbúin strax aftur í slaginn. Þegar smásjánni er komið fyrir í standinum er svo hægt að skoða hlutina með meiri nákvæmni, stöðugleika og breytilegri baklýsingu með lit.
Smásjáin kemur með aragrúa af aukahlutum til að koma okkur í rétt hlutverk. Það fylgir handbók, upplýsingabók og nótubók til að við getum lært á tækið og nótað niður hvað við höfum lært og séð. Einnig fylgir með settinu sýnabox, glös, tangir, dropateljari, sýnagler og margt fleira, allt sem þarf til að hefja leiðangurinn í átt að meiri þekkingu.
Smásjáin er ekki eins og við þekkjum þær frá skól- eða tilraunastofum. Í staðinn fyrir að gægjast í gegnum sjálft tækið og sjá aðeins með öðru auganu tengist smásjáin með WiFi við alla skjái sem það styðja. Þá geta fleiri skoðað í einu, á þægilegri máta.
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.