99.990 kr.
R20 handryksuga
Einstaklega kröftug handryksuga sem aðlagar sogkraft eftir þörf og er með bláum LED ljósum að framan
Dreame R20 er handhæg og öflug handryksuga sem að dugar í allt að 90 mínútur á einni hleðslu. R20 ryksugar heimilið með jöfnum og kröftugum 190AW sogkrafti og með burstalausum 125.000RPM mótor heyra hár, ryk, óhreinindi og rusl sögunni til. R20 fylgir veggfesting þar sem hægt er að hlaða vélina ásamt því að geyma aukahluti.
Aðalburstinn á R20 er með innbyggðu bláu LED ljósi sem að hjálpar mikið til við að sjá óhreinindi á gólfinu sem annars gætu hafa farið framhjá okkur, hvort sem það er á miðju gólfinu eða á dimmari svæðum eins og undir sófa eða bakvið skápinn.
Með því að hafa R20 í sjálfvirku stillingunni þá aðlagar hún sogkraftin eftir því hversu mikið ryk er í kringum hana, eins ef ryksugan fer yfir teppi þá eykst sogkrafturinn. Það eykur líftíma rafhlöðunnar að hún aðlagi sig eftir þörfum.
Dreame R20 kemur með tveimur aðalburstum. V-laga burstinn á R20 er hannaður með það markmið að henta á marga mismunandi gólffleti, burstinn minnkar einnig lýkur á því að hár flækist utanum burstann. Mjúki rúlluburstinn hentar á fínni gólf. Í sameiningu eru burstarnir vígir á flestalla gólffleti
Rafhlaðan á R20 er með sérsakri orkusparandi tækni sem bæði eykur líf- og endingartíma á rafhlöðunni ásamt því að halda henni svalri með jafnri orkunotkun og hitaleiðni.
Smávaxinn áklæðabursti hentar einstaklega vel til að fjarlægja ryk og hár úr sófum, rúmum og öðrum áklæddum yfirborðum.
2-í-1 burstinn og beygjanlegur sprungustútur henta á minni yfirborð og þar sem erfitt getur verið að komast að með aðalburstunum.
Allt ryk fer í gegnum 5-laga síukerfi sem síar út allt af 99.9% loftagna og kemur í veg fyrir að þær losni aftur í andrúmsloftið. Síukerfið sér til þess að rykið haldist í rykhólfinu sem er tæmanlegt með einum hnappasmell.
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.