Mi AIoT Router AX3600 netbeinir

29.990 kr.

  • Wi-Fi 6 Dual-band
  • Allt að 2.967Mbps
  • WPA3 dulkóðun
  • Allt að 248 tæki
  • 3-4x 100/1000 LAN tengi
  • Virkar einungis með ljósleiðaratengingu

Aðeins 2 eftir á lager

Vörunúmer: T1005

Gífurlega öflugur WiFi 6 router frá Xiaomi. AX3600 er einn öflugasti netbeinir í sínum verðflokki í heiminum í dag. AX3600 er WiFi 6 certified, hann styður allt að 248 tæki, nær hraða allt að 2976Mbps og er með 6 loftnet!

 

Wi-Fi 6 (802.11ax) er nýjasta kynslóð Wi-Fi tenginga. Samanborið við fyrri kynslóðir, Wi-Fi 5 (802.11ac), þegar kemur að deilihraða, dreifisvæði og seinkun gagna, þá hefur Wi-Fi 6 verið bætt til muna. Þetta á sérstaklega við þegar mörg tæki eru tengd á sama tíma.

Öflug fjögurra kjarna flaga, framleidd af Qualcomm býður upp á mun betri DMIPS möguleika en aðrir netbeinar sem skilar af sér meira afli og stöðugari tengingu

Útbúinn „AIoT snjall loftneti“, opnaðu Mi Home appið til að uppgötva Mi-snjalltæki sem ekki hafa verið virkjuð *. Með því að ýta á einn hnapp færðu aðgang að fjölmörgum snjöllum eiginleikum. Þú getur hjálpað foreldrum þínum að stilla nýju tækin sín hratt og jafnvel þegar þú ert að heiman.