Redmi Watch 4 snjall- og heilsuúr

19.990 kr.

  • 1,62″ AMOLED snertiskjár
  • 16 daga rafhlöðuending við hefðbundna notkun
  • Mælir hjartslátt, skref, svefn, stress og blóðsúrefnismettun
  • 150+ íþróttastillingar og 5ATM vatnsvarið
  • Hægt að velja úr yfir 100 mismunandi útlitum á úrskífu
Vörunúmer: MIIV-0111
Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Stór og fallegur 1.97″ AMOLED skjár

Skjárinn á Redmi Watch 4 er 1.97″ að stærð svo að allar mikilvægar upplýsingar sjást örugglega á skjánum. Skjárinn er núna með 60Hz endurnýjunartíðni þannig allt skrun verður með litlu sem engu hökti. Skjárinn er einnig mjög bjartur og sést auðveldlega í mikilli birtu með 600nits.

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Snúningskróna til að skruna á milli

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr
Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Á hlið úrsins er takki sem hægt er að bæði ýta á eða skruna upp og niður til þess að fara þægilega á milli stillinga í úrinu.

Yfir 200 mismunandi úrskífur

Á Redmi Watch 4 er hægt að velja á milli yfir 200 mismunandi úrskífa svo að úrið verði með því útliti sem þú vilt hafa hverju sinni. Á mörgum úrskífum er hægt að velja hvaða upplýsingar birtast á fremsta skjá eins og t.d hjartsláttur, skref yfir daginn og svo mætti lengi telja.

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Allt að 20 daga rafhlöðuending

Redmi Watch 4 er með stórri rafhlöðu sem dugar í allt að 20 daga við venjulega notkun. Þegar kemur að því að hlaða er segulhleðslutæki sem festist á bakhlið úrsins.

10 dagar

30 dagar

Always on Display kveikt

Rafhlöðusparnaðarstilling

20 dagar

-25%

Hefðbundin notkun

Rafhlöðueyðsla

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Bluetooth® símtöl

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr
Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Redmi Watch 4 tengist með Bluetooth við símann þinn, þegar hringt er í símann birtist símtalið á úrinu þar sem hægt er að skella á eða svara símtalinu. Með innbyggðum hátalara og míkrófón er hægt að tala í gegnum úrið án þess að taka símann upp.

Greining á helstu heilsuþáttum

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Blóðsúrefnismettun

Hjartsláttarmæling

Stressmæling

Redmi Watch 4 fylgist grannt með öllum heilsuþáttum en auk blóðsúrefnismettunar, hjartsláttar og stress mælir úrið svefninn. Úrið greinir mismunandi stig svefns, lengd og gæði og hægt er að skoða graf af nætursvefninum á úrinu sjálfu eða í Mi Fitness appinu.

Yfir 150 íþróttastillingar

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr
Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Redmi Watch 4 er ekki einungis fallegt snjallúr en í úrinu er einnig innbyggt yfir 150 íþróttastillingar til að meta með nákvæmari hætti afrakstur æfinganna þinna. Hvort sem þú ert að ganga á göngubretti í líkamsræktarstöð, úti að hlaupa, spila tennis eða stinga þér til sunds þá mælir úrið nákvæmlega hjartslátt, brennslu og ákefð æfingarinnar og skilar þér svo góðu yfirliti þegar æfingu er lokið.

Innbyggt GNSS staðsetningarkerfi

Redmi Watch 4 snjallúr heilsuúr

Redmi Watch 4 er með innbyggt GNSS staðsetningarkerfi sem nær sambandi við 5 gervihnattarkerfi (BeiDou, GLONASS, Galileo og QZSS) til þess að auka nákvæmni við mælingar í göngum og hlaupum. Úrið getur virkað eitt og sér eða í samstarfi við símann til að auka enn meira við nákvæmnina.