XGIMI Horizon skjávarpi

199.990 kr.

  • 1500 ISO Lumen
  • FHD 1920 x 1080 upplausn
  • 30″ – 300″ skjástærð
  • LED lampi, 25.000klst líftími
  • 16W harman/kardon hljóðkerfi

Aðeins 2 eftir á lager

Vörunúmer: 249538

HORIZON

Greatness is on Your Horizon

Alltaf Bjartur

Öflug tækni HORIZON þegar kemur að birtustigi myndarinnar gerir það að verkum að HORIZON er einn bjartasti skjávarpi í sínum flokki, sem völ er á í dag. 1500 ISO Lumens auðvelda skjávarpanum að skila bjartri mynd, jafnvel í björtu umhverfi. 

Ótrúlega Litríkur, Merkilega Skilvirkur

HORIZON sameinar öflugustu myndbandseiginleika XGIMI og gerir þá enn aðlögunarhæfari með innbyggðum AI-skynjara. HORIZON nýtir sér litla sem enga seinkun myndar, góða skerpu og framúrskarandi myndgæði til að fullkomna útkomu skjávarpans.

XGIMI FHD Optical Engine

1920*1080 resolution, 2.07 milljón pixlar

1500 ISO lumens

Allt sem þú þarft
í einum pakka

Xgimi HORIZON er fjölhæfasti og þægilegasti FHD skjávarpinn frá Xgimi til þessa. Skjávarpinn pakkar heilum helling af eiginleikum í gríðarlega öflugum pakka. Búðu til sanna bíóupplifun heima í stofu á nokkrum sekúndum. 

Það geta allir tengt við Horizon

Xgimi HORIZON er með 2 HDMI tengi, 1 USB tengi, LAN tengi ásamt Optical tengi og AUX. 

Bíóupplifun heima í stofu

Xgimi HORIZON færir þér kristaltæra 1080P upplausn, í allt að 300″. Þetta gerir þér kleift að taka þína bíóupplifun upp á hærra stig! Skapaðu alvöru bíó stemningu heima í stofu. 

Heyrðu Hverja Einustu Nótu

Hljóðkerfi Xgimi HORIZON er samvinna á milli Xgimi og virta hátalaraframleiðandanum Harman Kardon. Tveir 8W, 45mm hátalarar sem eru sérstaklega þróaðir af Harman Kardon fyrir HORIZON skjávarpann tryggja ótrúlegt jafnvægi og hljómgæði, með lítilli sem engri röskun. 

Með því að smella á Google Assistant takkann á fjarstýringunni færðu beinan aðgang að raddstýringu.

HORIZON er keyrt á AndroidTV stýrikerfinu sem gerir það að verkum að þú getur stýrt þinni upplifun sjálfur. 

Skjávarpinn kemur með öllum helstu streymisveitum en þú getur líka sótt það sem vantar í gegnum PlayStore. 

Innbyggt Chromecast gerir þér kleift að varpa efni, forritum og leikjum beint yfir á Horizon úr símanum þínum.