8.990 kr.
Á lager
Xiaomi S400 snjall baðvog
Xiaomi S400 er snjöll, stílhrein og fyrirferðarlítil snjallvigt. Vigtin mælir fjölda heilsuþátta fyrir utan þyngd, en m.a má nefna fituprósentu, hjartslátt, beinmassa og margt margt fleira. Vigtin mælir á 0.1kg mismun og þolir 150kg. Heilsuþættirnir eru mældir gegn DEXA staðlinum sem að tryggir áreiðanlegar niðurstöður.
Mismunandi mælitíðnir
Vigtin sendir rafboð í gegnum lappir líkamans (engar áhyggjur samt, maður finnur ekkert fyrir því!) við mismunandi tíðnir til að mæla alla þessa heilsuþætti. Á lægri 50kHz tíðni mælir vigtin vökva utan frumuveggja og mælir þá niðurstöður eins og vatnsprósentu og við hærri 250kHz tíðni mælir vigtin vökva innann frumuveggja til að fá niðurstöður á t.d fituprósentu og beinmassa.
25 mismunandi heilsuþættir mældir
S400 snjallvigtin mælir 25 heilsuþætti sem geta gefið góða innsýn inní heilsuna.
Þyngd
Hjartsláttur
BMI
Líkamsskor
Vatnsmassi
Vatnsprósenta
Fitumassi
Fituprósenta
Próteinmassi
Próteinprósenta
Vöðvamassi
Vöðvaprósenta
Steinefnamagn beina
Steinefnaprósenta beina
Líffærafita
36 notendur, fullt af möguleikum
S400 vigtin getur munað og greint á milli allt að 36 notenda, hentugt fyrir t.d fjölskyldur. Vigtin hentar einnig einstaklega vel til þess að mæla þyngd á ungabörnum eða gæludýrum. En með tengingu við Xiaomi Home appið er hægt auðveldlega að breyta stillingum sem og sjá gröf aftur í tímann um heilsufarsmælingar.
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.