Frístandandi spanhella
Xiaomi spanhellan er nett spanhella sem að hentar vel í lítil eldhús, sem auka spanhella eða sem ferðaspanhella. Hringlaga hönnunin gerir henni kleift að nýta nánast allt yfirborðið til eldunar. Með hnappinum framan á henni getur maður hækkað og lækkað kraftinn í henni og gert snöggt hlé eða slökkt alveg á hellunni. Hellan er 2100 vött og er mjög fljót að ná upp hita.
Snjallir öryggisfítusar
Fæturnir á Xiaomi spanhellunni eru með gott grip og sílikonhringurinn utan um helluna kemur í veg fyrir að pottar og pönnur standi útaf. Góður kælibúnaður er á hellunni og hún slekkur á sér ef að hún er að ofhitna. Hellan lætur vita ef að panna er tekin af og slekkur á sér sjálfkrafa.
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.