Xiaomi AX1500 WiFi 6 netbeinir
AX1500 netbeinirinn er fyrirferðarlítill Dual-Band netbeinir með WiFi 6 staðli. Á bakhlið netbeinisins eru 4 ethernet tengi sem eru sjálfaðlagandi, sem þýðir að netbeinirinn ákvarðar hvað er WAN og hvað er LAN tengi.
2.4Ghz og 5Ghz
Netbeinirinn getur kastað neti í 2.4Ghz og 5Ghz tíðni eða blandað því saman í eitt sterkara samband. 2.4Ghz nær yfir stærra svæði og kemst í gegnum veggi á meðan 5Ghz tíðnin drífur styttra en bíður uppá meiri hraða.
Möskvakerfi með öðrum Xiaomi netbeinum
AX1500 netbeinirinn er hægt að nota sem part af möskvakerfi, svo lengi sem hann er samtengdur öðrum Xiaomi netbeinum sem bjóða uppá möskvakerfi. Með möskvakerfi er hægt að ná dreifingu netsins yfir stærra svæði án þess að fórna nethraða og minnka truflanir.
BSS litun
Dregur úr truflunum á milli WiFi netkerfa
WPA3 dulkóðun
Aukið netöryggi með WPA3 dulkóðun
IPv6
Aukinn gagnaflutningur og tengingar við fleiri tæki
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.