Xiaomi Smart Band 8/9 snjall- og heilsuúr

9.990 kr.

  • 1,62″ AMOLED snertiskjár
  • 16 daga rafhlöðuending við hefðbundna notkun
  • Mælir hjartslátt, skref, svefn, stress og blóðsúrefnismettun
  • 150+ íþróttastillingar og 5ATM vatnsvarið
  • Hægt að velja úr yfir 100 mismunandi útlitum á úrskífu
Vörunúmer: MIIV-0094

Smart Band 8

Eitt mest selda snjall- og heilsuúr heims nú í ennþá flottari útgáfu

AMOLED skjár

Bjartur, hraður, flottur

Xiaomi Smart Band 8 er með 1.62″ AMOLED skjá með háa endurnýjunartíðni sem þýðir að allar aðgerðir og skrun verða svo til hnökralaus, að auki er hámarksbirtustigið mikið svo að úrið sést á jafnvel björtustu dögum og með sjálfvirkri aðlögun á birtustigi fer það vel með augun og rafhlöðu

Upplausn

192×490

PPI

326

Birtustig (e. nit)

600

Endurnýjunartíðni

60Hz

Ný og falleg hönnun

Xiaomi Smart Band 8 kemur með nýrri og fallegri hönnun á bæði rammanum og ólinni. Það er einfalt og fljótlegt að fjarlægja ólina til að skipta um stíl. Ramminn er úr fallegu stáli sem kemur í tveimur litum.

Breyttu útlitinu alveg eins og þú vilt hafa það

Hægt er að breyta útlitinu á úrskífunni nánast útí óendanleikann en það er hægt að velja úr yfir 200 mismunandi úrskífum eftir því hvernig tilfinning er hverju sinni. 

Yfir 150 íþróttastillingar

Xiaomi Smart Band 8 er með yfir 150 innbyggðar íþróttastillingar svo að þú getir vaktað nákvæmlega heilsuna og frammistöðu þína í gegnum æfingarnar. T.d ef þú ferð í tennis þá telur úrið hversu oft þú gafst upp, hversu oft þú sveiflaðir með bakhendinni o.s.frv. Eftir að æfingu er lokið sérð þú samantekt af æfingunni og hversu langa hvíld er mælt með að taka eftir átökin.

Hlaupaflaga
Breyttu úrinu í hlaupaflögu fyrir faglegar hlaupamælingar

“Pebble” stillingin veitir þér faglega endurgjöf og nýja sýn í hlaupamælingum. Sérstakur aukahlutur fer utanum úrið og festist í reimar á hlaupaskónnum þínum. Pebble stillingin sýnir 13 tölfræðiþátta sem eru settir fram á auðlesanlegan en faglegan hátt sem hjálpar þér að skilja betur hvernig hlaupið gekk og hvernig er hægt að bæta viss atriði.

*Hlaupaklemman er seld sér
*Í Pebble stillingu þarf skjárinn á úrinu að snúa í áttina að þér, röng ásetning getur bjagað niðurstöður mæling

Skiptu á Pebble Mode

Hægt er að fara í Pebble Mode beint frá úrinu eða í gegnum Mi Fitness appið. Fjarlægði venjulega úrólinu og settu úrið í hlaupaklemmuna og festu það í skóreimarnar.

Rauntímamæling, rauntíma aðlögun

Byrjaðu Running, Walking eða Cycling í Mi Fitness appinu. Eftir því sem þú hleypur, getur þú athugað skrefafjöldatíðni, skrefalengd og hversu fast og vel þú ert að lenda með fæturnar í hverju skrefi og breytt eftir því.

Faglegar upplýsingar fyrir nákvæmar bætingar

Eftir æfingu er hægt að skoða nákvæma greiningu í appinu til að hjálpa þér að gera úrbætur á því sem má betur fara.

Lífsþróttarmæling

Úrið nemur núverandi líkamsástand og æfingaálag og breytir því í lífsþróttarskor útfrá æfingum sem hafa verið mældar síðastliðna 7 daga.

Snjallhlaupafélagi

Ef þér finnst þægilegra að hlaupa með einhverjum eða langar að skora á þig þá er hægt að stilla ákveðinn hlaupahraða sem er hægt að fylgja eftir á úrinu.

Hlaupaæfingar

Veldu úr 10 mismunandi hlaupaæfingum með mismunandi ákefð og leyfðu úrinu að halda vel utanum hlaupaæfinguna.

Mælir svefninn

Mælir lengd og gæði svefns með mismunandi svefnstigum

Hjartsláttur allann sólarhringinn

Úrið mælir hjartsláttinn allann sólarhringinn og getur sent tilkynningar þegar óreglulegur hjartsláttur er numinn

Blóðsúrefnismettun Sp0₂

Mælir hversu mikið súrefni er að flytjast með rauðum blóðkornum, getur sent tilkynningar ef of lágt stig er numið

Fylgist með tíðarhringnum

Fylgist vel með og vaktar tíðarhringinn og spáir fyrir hvenær hann endar og byrjar á ný

Fylgist með stressi

Vaktar stress stig, hjálpar til við núvitund og eykur skilning á líkamsástandi

Löng rafhlöðuending með hraðhleðslu
Tilbúin að hjálpa hvaða tíma dags sem er

Xiaomi Smart Band 8 er með hraðhleðslu sem að hleður úrið að fullu á einungis klukkustund. Við venjulega notkun endist rafhlaðan í um 16 daga, með Always-on Display endist úrið í rúmlega 6 daga á einni hleðslu

Stingdu þér til sunds

Xiaomi Smart Band 8 er með 5ATM vatnsvörn sem þýðir að hægt er að taka það með í sundið.

Vekjaraklukka

Veður

Einbeiting

Viðburðir