Amazfit Zepp E Circle snjall- og heilsuúr

Original price was: 39.990 kr..Current price is: 24.990 kr..

  • 1,28″ skjár
  • Rafhlaða endist í allt að 7-15 daga
  • Mælir skref, hjartslátt, svefn, stress og súrefnismettun
  • 11 íþróttastillingar, vatnshelt á allt að 50m dýpi, mælir REM svefn
Vörunúmer: 4796146253873

Zepp E Circle er fallegt og stílhreint snjall- og heilsuúr frá Amazfit.

Úrið býður upp á fjöldan allann af snjöllum eiginleikum og endingargóðri rafhlöðu sem dugar í rúmlega 7 daga í virkri notkun. Úrið er einnig með “Basic watch mode” stillingu sem að lengir batterí endingu úrsins í allt að 15 daga.



Með hágæða 1.28″ AMOLED skjá er hægt að velja á milli fjölda mismunandi útlita á skífunni á úrinu og gjörbreyta þannig útlitinu á einfaldan hátt.

Úrið er einstaklega létt og vegur einungis 32g. Úrið er 5 ATM vatnsvarið sem þýðir að það þolir að vera á 50metra dýpi í 10 mínútur auk þess að þola auðveldlega skvettur og rigningu. Hægt er að fara með úrið í sund en ekki æskilegt að vera með það í miklu dýpi í lengri tíma.Það sem gerir Zepp úrið einstaklega skemmtilegt er innbyggði súrefnismettunarmælirinn (spO2) en með honum er fundið út hversu mikið súrefni er í rauðu blóðkornum líkamans. Þessi mæling gefur til kynna skilvirkni öndunar einstaklings og skilvirkni blóðflæðis um líkamann. Til gamans má geta að eðlileg gildi eru 95 – 98% en nægilegt er að vera yfir 90%.

Í úrinu eru 11 sport stillingar ásamt nákvæmum hjartsláttamæli sem getur varað þig við frávikum og mælir púlsinn allan daginn. Einnig mælir úrið svefninn af mikilli nákvæmni, telur skref dagsins og birtir tilkynningar úr símanum þínum.