Sérskornar verndarfilmur á fram/bakhlið farsíma, spjaldtölva, fartölva, úra og aksturstölva í bílum
Frábær spurning! Cut & Use er bráðsnjallt tæki sem gerir þér kleyft að bjóða uppá verndarfilmur á langflestar gerðir snjalltæka. Cut & Use sker út verndarfilmur eftir stærð og nær þannig að passa alltaf fullkomlega á tækið sem á að vernda. Cut & Use filmuskerinn er með 5.5″ skjá þar sem er hægt að velja mismunandi útskeringar á fjölda tegunda snjalltækja. Filmuskerinn sér um allt frá A-Ö, eina sem þarf að gera er að setja filmuna í tækið og það sker nákvæmlega út.
Vertu skrefinu á undan
Þú getur boðið uppá filmur á langflest snjalltæki og þegar ný tæki koma á markað eru þau snögglega komin í Cut & Use.
Fagleg þjónusta
Hver og einn viðskiptavinur getur fengið rétta verndarfilmu á sitt tæki.
Áreiðanlegt
Margprófaðar og áreiðanlegar verndarfilmur sem passa vel uppá snjalltæki.
Auðveldara birgðahald
Með Cut & Use er óþarfi að eiga á lager skjávarnir á hvert og eitt snjalltæki.
Hárnákvæmt
Mögnuð skurðarnákvæmni tryggir að verndarfilmurnar passi fullkomlega á snjalltækið.
Sérstillt
Hægt að velja mismunandi útskeringar á fram- og bakhlið t.d útfrá branding á síma.
Verndar gegn rispum
Verndarfilmurnar eru mýkri en hefðbundnar skjávarnir og vernda skjái frá rispum, verndarfilmurnar geta jafnað sig á vægum rispum.
Verndar gegn brotum
Verndarfilmurnar minnka líkurnar á að skjárinn á snjalltækinu þínu brotni við óhöpp.
Passar alltaf fullkomlega
Cut & Use filmuskerinn sker út verndarfilmurnar með millimetra nákvæmni fyrir hvert snjalltæki.
Langvarandi vörn
Með vörn gegn rispum og óhöppum ásamt því að vera skorin nákvæmlega út fyrir hvert snjalltæki eykst endingartíminn á filmunum.
Með Cut & Use er hægt að útbúa sérstaka verndarfilmu á bakhlið snjalltækis. Viðskiptavinur fer inná vefsíðu þar sem hann getur sérhannað verndarfilmu á bakhlið snjalltækisins síns. Þegar hönnunin er tilbúin fær viðskiptavinur QR kóða í tölvupósti sem þú skannar og prentar út hönnunina. Útprentið er svo sett á verndarfilmu þannig að snjalltækið verður verndað og persónulegt.
1.
Taktu mynd eða veldu tilbúna mynd úr albúmi.
2.
Aðlagaðu hönnunina að þínu snjalltæki
3.
Sérhönnuð verndarfilma er sett á þitt snjalltæki
Við bjóðum þér verndarfilmuskera með innbyggðri tölvu og efni til að setjaverndarfilmur á snjalltæki.
Með því getur þú skorið út verndarfilmur á flestöll snjalltæki í gagnagrunninum eða skorið eftir nákvæmri stærð.
Þú býður viðskiptavinum þínum upp á marga mismunandi valmöguleika á verndarfilmum, mismunandi útskorninga ásamt þjónustunni við að setja verndarfilmuna á snjalltæki viðskiptavinarins.
Fyrirtækið þitt hefur aðgang að skýrslum og greiningum í sérstöku stjórnkerfi Cut & Use.
Verndarfilmuskeri
Fyrirferðarlítill verndarfilmuskeri með innbyggðri tölvu með aðgangi að gagnagrunni yfir stærðir og gerðir á flestum snjalltækjum.
Verndarfilmur
Verndarfilmur í mismunandi stærðum fyrir mismunandi tegundir af snjalltækjum með mismunandi útlit, áferð og eiginleika.
Þjónusta
Þú getur boðið þínum viðskiptavinum uppá margvíslegar verndarfilmur á fram- og bakhliðar snjalltækja ásamt því að bjóða uppá ásetningu á snjalltæki viðskiptavinar.
Ef þú og þitt fyrirtæki hefur áhuga á að bjóða uppá Cut & Use þjónustu við ykkar viðskiptavini biðjum við þig um að senda okkur línu á netfangið sala@mii.is
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.
Til að fá pantanir sendar á höfuðborgarsvæðið, Akureyri og Egilstaði fyrir jól þarf að panta fyrir kl 10:00, 23. desember. Pantanir utan þessara staða þurfa að berast fyrir kl 15:00, 20. desember. Gleðileg græjujól! Loka