Léttur, nettur og meðfærilegur laser fjarlægðarmælir. Slepptu því að giska á lengdirnar og fáðu nákvæma mælingu á 0.5 sekúndum. Mælirinn læsir á fánastangir og hægt er að láta hann mæla með halla. Mælirinn stækkar allt að 6x og mælir upp í 1.200 yarda.
Einföld og falleg hönnun
HOTO golf laser fjarlægðarmælirinn er með skel úr ABS í matt svörtum og silfruðum lit. Mælirinn er 10 cm á lengd, 6.8 cm á hæð og 4 cm á breidd og vegur 190 gr. Mælirinn er IPX4 vatnsþolinn þannig að óhætt er að nota hann við íslenska veðráttu.
Seglast á golfbílinn milla högga
Á hægri hlið mælisins er segull sem getur seglast við t.d golfbílinn. Mælirinn er því alltaf innann seilingar á meðan þú spilar þitt besta golf.
Endurhlaðanlegur með USB-C snúru
Fjarlægðarmælirinn er með 730mAh lithium rafhlöðu sem dugar í allt að 5.000 mælingar, sem gróflega reiknað eru yfir 110 golfhringir af nákvæmum mælingum. Þegar mælirinn verður batteríslaus er hægt að hlaða hann með USB-C snúru.
Segulmögnuð taska milli högga
Látlaus taska fylgir með til að geyma mælinn á milli högga. Töskuna er hægt að festa á belti eða poka og lokast hún með segli. Mælirinn kemur með áföstu bandi svo engin hætta er á að missa hann.
Tveir hnappar einfalda notkun
Hægt er að skipta á milli stillinga, metra og yarda, slökkva og kveikja á hallamælingu, mæla lengdina og breyta stækkun á aðdráttarlinsunni.
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.