179.989 kr.
Uppselt
Kingsmith hlaupabrettin eru hinn fullkomni æfingarfélagi, hlaupabrettið er samanbrjótanlegt og er því hægt að geyma það þægilega á milli hlaupa. Brettið sjálft er breitt og með undirlagi sem styður vel við líkamann á meðan á æfingu stendur. Hægt er að sækja app í símanum sem tengist við hlaupabrettið og þar getur þú búið til æfingarplan, sett þér markmið, séð hversu mörgum kaloríum þú hefur brennt og margt fleira.
Lögð hefur verið sérstök áhersla á fallega og rúmgóða hönnun og passa því Kingsmith hlaupabrettin vel inn á öll heimili. Handföng hlaupabrettisins geyma upplýsingaskjá sem sýnir þér mikilvægar upplýsingar um gang mála og þar er hægt að stilla hraðann á milli 0.8-15 km/klst. Á K15 hlaupabrettinu er einnig hægt að stilla á mismunandi æfingaprógröm, eins og HIIT eða kaloríubrennslu.
Hlaupabrettið fellur saman á þægilegan máta þegar handfangi brettisins er lyft upp. Þá er hægt að rúlla hlaupabrettinu á innbyggðum dekkjum og geyma það á þægilegan hátt þegar það er ekki í notkun.




