Snjalllás í skúffur og skápa með lyklalausu aðgengi
Snjalllásnum er komið fyrir í skúffum eða skápum með sterku 3M lími og opnast og lokast með appi í snjallsíma. Lásinn tekur einstaklega lítið pláss og gengur fyrir AA rafhlöðu sem dugar í allt að 2 ár.
Lykillinn er í snjallsímanum
Með snjalllásnum er hægt að tryggja öryggi t.d á lyfjaskáp, skjalaskúffum eða einfaldlega bara nammiskúffunni. Í gegnum app í símanum er svo hægt að opna hirsluna á fljótlegan hátt.