IP vottun

IP (e. ingress protection code) vottun eða IP staðall er alþjóðlegur mælikvarði ákvarðaður af IEC. Staðallinn mælir vörn raftækja gegn ryki og vatni.

IP stendur fyrir heiti vottuninnar, Ingress Protection.
Fyrri tölustafur stendur fyrir rykvörn.
Seinni tölustafur stendur fyrir vatnsvörn.

Vatnsvörn:

IPXEngin gögn úr prófunum

IPX0 Engin vörn
IPXVörn gegn dropum
IPXVörn gegn dropum
IPXVörn gegn svita og skvettu
IPXVörn gegn svita og skvettu
IPXTakmörkuð vatnsvörn
IPXTakmörkuð vatnsvörn
IPXVatnsvörn, niður í 1m vatnsdýpi í 30 mín
IPXVatnsvörn, allt að 3m vatnsdýpi

Vatnsvörn er mæld miðað við ferksvatn, saltvatn eða aðrir vökvar gætu haft skaðleg áhrif. Vatnsvörn getur dvínað með tímanum eða við tæringu á raftækjum. Þrátt fyrir vatnsvörnsvottun taka framleiðendur almennt ekki ábyrgð á vatnsskemmdum vegna þessa.

Rykvörn:

IPXX Engin gögn úr prófunum
IP0X Engin vörn
IP1X Vörn gegn hlutum þykkari en 50mm, eins og handabaki
IP2X Vörn gegn hlutum þykkari en 12.5mm, eins og fingrum
IP3X Vörn gegn hlutum þykkari en 2.5mm, eins og verkfærum eða vírum
IP4X Vörn gegn hlutum þykkari en 1mm, eins og flestum vírum, mjóum skrúfum
IP5X Takmörkuð rykvörn
IP6X Rykvörn

ATM vörn:

ATM vörn er staðall sem almennt er notaður fyrir vatnsvörn á snjall- og heilsuúrum. ATM stendur fyrir “atmosphere” eða hversu mikinn þrýsting tækið getur höndlað hreyfingarlaust undir ferskvatni. ATM vottunin er sett fram á þann hátt að tölustafur sem merkir hversu mikinn þrýsting tæki höndlar er settur fyrir framan ATM, t.d 5ATM.
5 stendur þá í þessu tilviki fyrir að tækið höndli 5 “atmosphere” af þrýstingi eða vörn niður að allt að 50 metra dýpi í ferskvatni.
Rétt eins og með IP vottanir þá taka framleiðendur almennt ekki ábyrgð á vatnstjóni.
ATM vörn getur dvínað með tímanum og við almenna tæringu og notkun tækjanna sem vörnina bera. Vörnin er mæld við ferskvatn og án hreyfingar á tækinu.
ATM vörn nær ekki yfir snöggar þrýstingsbreytingar eða hitabreytingar, t.d að dýfa sér í vatn eða fara úr köldum potti í heitan pott.