Verkstæði og Viðgerðir

  • Viðgerðartími er á bilinu 10-20 virkir dagar. Í mörgum tilfellum er viðgerðartími styttri en í undantekningartilfellum getur hann verið lengri
  • Mi búðin tekur ekki ábyrgð á gögnum tækja, s.s myndum, skilaboðum eða öðru sambærilegu
  • Við viðgerð geta ýmsar aðstæður komið upp, t.d gæti þurft að panta inn varahluti eða þá að viðgerð reynist umfangsmeiri en áætlað var. Mi búðin biður viðskiptavini sína að sýna biðlund ef slíkar aðstæður koma upp.
  • Þegar viðgerð er lokið er sjálfkrafa sendur tölvupóstur á viðtakanda, slíkir tölvupóstar geta lent í ruslpóst þannig við hvetjum viðtakanda að athuga þar áður en haft er samband.
  • Framvísa þarf beiðnanúmeri við afhendingu tækis.
  • Allar fyrirspurnir um stöðu á viðgerð skulu berast með beiðnanúmeri á netfangið vidgerdir@mii.is

Skoðunargjald

  • Ef skoðun á raftæki heyrir ekki undir ábyrgðarskilmála er greitt skoðunargjald.
  • Skoðunargjald fer eftir verðskrá verkstæðis hverju sinni.