Móttaka verkstæðisins er í Ármúla 21, sömu byggingu og Mi búðin
Gengið er inn á vesturhlið (vinstri hlið) hússins
Ekki þarf að panta tíma til að koma með vöru á verkstæðið
Opnunartími er eftirfarandi:
Mánudagar – Föstudagar: 11:00-18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Hægt er að senda tæki í viðgerð með flutningsfyrirtæki, senda skal blað með eins greinargóðar upplýsingar um ástand tækis/hvað skal gera og unnt er með tækjunum hingað:
Ekki er tekið við vörum sem sendar eru með burðargjaldskröfu
Sendingargjöld eru endurgreidd ef um ábyrgðarviðgerð er að ræða
Vilji viðskiptavinur fá vöru senda til sín eftir viðgerð greiðir viðskiptavinur sendingarkostnað. Sendingarkostnaður fer eftir gildandi verðskrá flutningsfyrirtækis hverju sinni. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti eða Dropp gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar viðkomandi flutningsaðila um afhendingu vörunnar. Mi búðin ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í flutningi eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Mi búðinni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Almennir skilmálar
Viðgerðartími er á bilinu 10-20 virkir dagar. Í mörgum tilfellum er viðgerðartími styttri en í undantekningartilfellum getur hann verið lengri
Mi búðin tekur ekki ábyrgð á gögnum tækja, s.s myndum, skilaboðum eða öðru sambærilegu
Við viðgerð geta ýmsar aðstæður komið upp, t.d gæti þurft að panta inn varahluti eða þá að viðgerð reynist umfangsmeiri en áætlað var. Mi búðin biður viðskiptavini sína að sýna biðlund ef slíkar aðstæður koma upp.
Þegar viðgerð er lokið fær viðskiptavinur smáskilaboð eða tölvupóst, slíkir tölvupóstar geta lent í ruslpóst þannig við hvetjum viðtakanda að athuga þar áður en haft er samband.
Framvísa þarf beiðnanúmeri við afhendingu tækis.
Vilji viðskiptavinur fá vöru senda til sín eftir viðgerð greiðir viðskiptavinur sendingarkostnað. Sendingarkostnaður fer eftir gildandi verðskrá flutningsfyrirtækis hverju sinni. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti eða Dropp gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar viðkomandi flutningsaðila um afhendingu vörunnar. Mi búðin ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í flutningi eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Mi búðinni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Allar fyrirspurnir um stöðu á viðgerð skulu berast með beiðnanúmeri á netfangið [email protected]
Skoðunargjald
Ef skoðun á raftæki heyrir ekki undir ábyrgðarskilmála er greitt skoðunargjald.
Skoðunargjald fer eftir verðskrá verkstæðis hverju sinni.
Sé hlutur ekki sóttur
Þegar viðgerð er lokið er sendur tölvupóstur eða smáskilaboð samkvæmt uppgefnum upplýsingum. Hafi hlutur ekki verið sóttur 10 virkum dögum eftir að viðgerð er lokið leggst á geymslugjald skv. gildandi verðskrá Mi búðarinnar. Hafi ekki verið gengið frá greiðslu innan 90 daga frá lokum viðgerðar áskilur Mi búðin sér rétt til þess að selja hlutinn fyrir viðgerða- og geymslukostnaði skv. lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup.