Roborock Saros Z70 ryksuguvélmenni með sjálftæmingastöð

Roborock Saros Z70 ryksuguvélmenni með sjálftæmingastöð

299.990 kr.

- 22.000 Pa sogkraftur
- 180 mín vinnutími á einni hleðslu
- Ryksugar og moppar með snúningsmoppum
- Kemst yfir allt að 4cm þröskulda

Mögnuð vél frá Roborock með ótrúlegum tækninýjungum. Í vélinni er armur sem grípur upp dót af gólfunum t.d sokka, tuskur og létt leikföng sem annars myndu hindra vélina frá því að þrífa allt svæðið. Dótið er fært til eða sett í sérstaka körfu sem fylgir með í pakkanum. Saros Z70 skarar framúr í þrifieiginleikum, vélin er með 22.000Pa sogkrafti, er einungis 7.98cm á hæð og kemst yfir allt að 4cm þröskulda. Nýtt leiðarkerfi er í vélinni sem gerir henni kleyft að rata skilvirkt um og búa til hárnákvæmt kort af heimilinu. Skúringargetan er einnig mjög góð en á vélinni eru tvær hringlaga moppur sem snúast og skrúbba burt erfiða bletti. Eftir þrif fer vélin svo í sjálftæmingarstöð sem sér um að halda vélinni hreinni og tilbúna í næstu þrif!

  • HyperForce 22.000Pa sogkraftur, FreeFlow aðalbursti minnkar hárflækjur
  • OmniGrip armur færir til dót allt að 300gr á gólfum eða gengur frá því í sérstaka körfu
    • Hægt að stýra handvirkt í gegnum Roborock appið
  • FlexiArm, hliðarbursti teygist útí öll horn og lyftist upp í vél
  • AdaptiLift, fer yfir allt að 4cm þröskulda
  • Tvær hringlaga skúringarmoppur
    • Teygist út við kanta
    • Getur skilið moppur eftir í stöð t.d þegar farið er yfir teppi eða einungis ryksugstilling er valin
  • StarSight leiðarkerfið býr til breytanlegt kort af heimilinu, hægt að vista margar hæðir
    • Vél einungis 7.98cm á hæð
  • Starsight Autonomous System 2.0 AI skynjari forðast hluti á gólfinu eins og snúrur eða sokka
  • Hægt að fara í gegnum myndavél á vélinni til að athuga t.d á gæludýrum eða hvort útidyrahurðin sé lokuð
  • Matter stuðningur kemur með OTA uppfærslu

MultiFunctional Dock 4.0 sjálfhreinsandi dokka

  • 409 x 419 x 470mm
  • Tæmir rykhólf sjálfkrafa eftir þrif
  • Þrífur moppur með 80° heitu vatni, þurrkar þær eftir á með heitu lofti
  • Skammtar sápu sjálfkrafa
  • Fyllir á vatnstank með volgu vatni
  • Getur skilið moppur eftir í stöð á meðan farið er yfir teppi með löngum hárum
  • Sendir vél aftur af stað ef mikil óhreinindi greinast
Vörunúmer: MIIV-0187 Categories , , Brand:

Upplýsingar

22.000 Pa sogkraftur

Með 22.000 Pa sogkraftur er ekkert sem vélin nær ekki að ryksuga upp

180 mín vinnutími á einni hleðslu

Vélin er með 6.400mAh rafhlöðu og allt að 180 mínútna vinnutíma. Þegar rafhlaðan er komin niður fyrir 20% fer vélin sjálf í stöðina, hleður sig upp í 100% og heldur svo áfram þaðan sem hún var komin.

Ryksugar og moppar með snúningsmoppum

Hægt að stilla þannig að vélin ryksugar aðeins, moppar eða hvort tveggja á sama tíma. Með snúningsmoppum sem snúast og þrýsta sér niður nær vélin að moppa einstaklega vel.

Kemst yfir allt að 4cm þröskulda

Í kassanum fylgir:

  • Ryksuguvélmenni
  • Sjálftæmingarstöð
  • 2x skúringarklútar
  • 2 stk. snúningsfestingar fyrir skúringarklút
  • 2 stk. einnota ryksugupokar
  • Rafmagnssnúra
  • HEPA-sía
  • Notkunarleiðbeiningar

Nánari upplýsingar

Algengar spurningar

Saros Z70

Mi búðin kynnir Saros Z70 — eitt fyrsta ryksuguvélmennið með samanbrjótanlegum vélar arm sem tekur hreinsunina á næsta plan.
Þessi hátæknilegi armur gerir Saros Z70 kleift að færa hluti úr vegi og hreinsa svæði sem áður voru óaðgengileg. Z70 gefur ekkert eftir í hreingerningareiginleikum þrátt fyrir þunna 7.98cm hönnun en vélin skartar 22.000Pa sogkrafti, VibraRise hljóðbylgjumoppun og glænýju StarSight leiðarkerfi.

OmniGrip vélararmur

Sér, hugsar og framkvæmir

Innbyggð gervigreind

Lærir að þrífa heimilið sem best

7.98cm ofurþunn hönnun til að komast undir fleiri húsgögn

StarSight 2.0 leiðarkerfi

Tvöfalt AntiTangle kerfi til að minnka hárflækjur

22.000Pa HyperForce sogkraftur

AdaptiLift tækni til að komast yfir allt að 4cm þröskulda

FlexiArm tækni i nær útí króka og kima

Sjálfvirk hreinsi- og sjálftæmingarstöð

Snjöll stjórnun með appi eða rödd

Framtíðin er mætt

Í fyrstu yfirferð merkir vélin við þá hluti sem hún getur lyft og fært til, við síðari yfirferð þá gengur vélin frá eða færir hlutina frá svo að hún komist á áður óaðgengilega staði.

Ekki bara ryksuga
Líka hjálparhönd

Þekkir og skipuleggur

Sokkar? Nálægt skápnum. Inniskór? Fram í forstofu. Krumpuð blaðþurrka? Beint í ruslakörfuna. Með síbætandi aðskotahlutagreiningu getur Saros Z70 tekið til á heimilinu, svo lengi sem hluturinn er 300gr eða minna getur armurinn lyft hlutnum og fært hann til. 

*Kveikja þarf sérstaklega á aðskotahlutaskipulagningu

OmniGrip

Armurinn sem sér, hugsar og framkvæmir

OmniGrip er búin myndavél og LED-ljósi sem gera arminum kleift að ákvarða staðsetningu sína, umhverfi og þyngd hvers hlutar sem hún grípur.
Þetta tryggir að vélræna höndin starfi með einstakri nákvæmni.

Tengdar vörur