Einstökl vél frá Dreame með skemmtilegum tækninýjungum. Í staðinn fyrir hefðbundnu snúnings- eða hljóðbylgjumoppurnar er nú komið í fyrsta sinn skúringarbelti. Skúringarbeltið minnir á hefðbundnar handknúnar skúringarvélar. Samtímis og stöðug vatnsbuna með volgu vatni passar að beltið sé hreint er einnig sér tankur í vélinni sem safnar óhreina vatninu. Skúringarbeltið teygist einnig út til að skúra meðfram veggjum og húsgögnum og hliðarburstinn nýtir sömu tækni til að fara alveg útí hornin. Aqua10 er með ProLeap kerfið frá Dreame sem gerir henni kleift að komast yfir allt að 6cm þröskulda. Eftir þrif fer vélin í sjálftæmingarstöð sem sér um að halda vélinni hreinni og tilbúna í næstu þrif!
- 25.000Pa Vormax sogkraftur, HyperStream tvöfaldur aðalbursti minnkar hárflækjur
- FlexiArm, hliðarbursti teygist útí öll horn og lyftist upp í vél
- ProLeap, fer yfir allt að 6cm þröskulda
- Skúringarbelti
- Teygist út við kanta
- Stöðug volg vatnsbuna heldur belti hreinu og sér tankur safnar óhreinindum
- 160/150ml hreinn/óhreinn vatnstankur
- VersaLift DToF leiðarkerfið býr til breytanlegt kort af heimilinu, hægt að vista margar hæðir
- Getur lækkað LDS skynjara til að komast undir húsgögn
- 9.75cm á hæð þegar LDS er lækkaður
- OmniSight AI skynjari forðast hluti á gólfinu eins og snúrur eða sokka
- Matter stuðningur kemur með OTA uppfærslu
MultiFunctional PowerDock
- 420 x 440 x 500mm
- Tæmir rykhólf sjálfkrafa eftir þrif og bakteríuhreinsar
- Þrífur moppur með 100° heitu vatni, þurrkar þær eftir á með 50° heitu lofti
- Skammtar sápu sjálfkrafa
- Fyllir á vatnstank með volgu vatni
- Sendir vél aftur af stað ef mikil óhreinindi greinast