Vatn á hreyfingu merki hreint og tært vatn fyrir dýrin okkar. Stamt vatn getur haft neikvæð áhrif á heilsu og vellíðan. Vatnsbrunnurinn heldur vatninu á hreyfingu, eykur magn súrefnis í því og hreinsar það í gegnum 4-laga síu.
Þegar búið er að setja vatn í tankinn og kveikja á tækinu þá byrjar vatnið að fara í hringrásarhreyfingu, vatnið hreinsast í gegnum síu, fer í drykkjarskálina og svo aftur niður í tankinn. Þegar það þarf að fylla á vatnið eða þrífa vatnstankinn tekur maður í flipann og þá slökknar á tækinu sjálfkrafa.
Með því að para vatnsbrunninn við Xiaomi Home appið er hægt að fá áminningar þegar það er komið að því að fylla á vatnið, hreinsa vatnstankinn og þrífa síuna. Þá er líka hægt að stilla hvort að vatnið sé alltaf á hreyfingu eða sé á “snjallstillingu”.
Bara það besta fyrir gæludýrin
Vörukynningunni er í raun formlega lokið núna, en við gátum ekki fengið nóg af þessum krúttlegu myndum þannig við vildum að þið fengjuð að njóta þeirra líka.
Ármúli 21
mibudin@mibudin.is
537-1800
Virkir dagar: 11:00 – 18:00
Laugardagar: 12:00 – 16:00
Sunnudagar: Lokað
Fylgdu okkur
Allt efni á vef þessum er í eigu Mii ehf og er verndað af ákvæðum höfundalaga, þ.m.t myndir og texti. Án samþykkis er öll notkun á efni vefsins óheimil. Notkun efnis getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
© 2024, Mi búðin. Viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili Xiaomi á Íslandi.